Hlustið í beinni, öll fimmtudagskvöld á X-inu 977, frá kl. 23:00
Hlustið á valdar upptökur af þættinum á vísi.is
Öll fimmtudagskvöld á X-inu 97.7 frá kl. 23:00
Funkþátturinn byrjaði sem sérþáttur um funktónlist, varð svo sérþáttur um tónlist sprotna af funki, þá helst raf- og danstónlist, og þó þátturinn hafi þróast talsvert frá þessum uppruna sínum þá situr það enn eftir að þátturinn kafar aðeins dýpra, leitar aðeins víðar fanga.
Plötusnúðarnir Terrordisco og Símon FKNHNDSM mæta í stúdíó X-ins öll fimmtudagskvöld og spila bestu tónlistina sem þeir hafa undir höndum að hverju sinni.
Þátturinn á svo til að blása út í ýmis form, tónleikaseríur með beinum útsendingum, löng viðtöl við tónlistarfólk og plötusnúða, auk smærri liða eins og yfirferðir yfir viðburði vikunar.